Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 17. mars 2023 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sævar valdi sig sjálfur - Dagur keyptur eftir frammistöðuna í janúar
Icelandair
Fyrir æfingu í janúarverkefninu.
Fyrir æfingu í janúarverkefninu.
Mynd: KSÍ
'Ég er nokkuð pottþéttur á því að Orlando hafi keypt Dag Dan eftir þetta verkefni'
'Ég er nokkuð pottþéttur á því að Orlando hafi keypt Dag Dan eftir þetta verkefni'
Mynd: Getty Images
Sævar Atli Magnússon var það nafn sem margir ráku augun í þegar landsliðshópurinn fyrir komandi leiki í undankeppni EM var tilkynntur á miðvikudag. Sævar var kallaður inn í hópinn fyrir æfingaleikina í janúar, stóð sig vel og hefur leikið vel með Lyngby í Danmörku.

Rætt var við Sævar sjálfan á miðvikudag og í gær svaraði landsliðsþjálfarinn spurningum um sóknarmanninn.

„Það segir rosalega mikið um Sævar Atla sjálfan. Hann stjórnar þessu alveg sjálfur, leikmenn stjórna þessu alveg sjálfir. Hann var kallaður inn í hópinn í janúar, eftir á, og stóð sig frábærlega eins og margir aðrir. Hann hefur fylgt því eftir. Þeir sem hafa horft á leikina hjá Lyngby, það er mjög gaman að sjá viljugan strák taka svona flott skref svona fljótt. Þetta er aðeins meira en að segja það, fólk gerir sér kannski ekki alltaf grein fyrir því að það er munur á landsliði - þó að það sé janúarverkefni - og deildarkeppni. Hann valdi sig sjálfur."

Sævar sagði í viðtalinu að Alfreð Finnbogason hefði haldið sér á tánum. Átti Arnar spjall við Alfreð áður en Sævar var valinn.

„Ég á spjall við Alfreð en ég held að það sé aðallega það að þegar ég horfi á leiki hjá Lyngby þá sé ég Sævar vera að standa sig. Við vorum að vinna með honum í janúar og hann var líka í stórum hópi þegar ég var með U21 liðið. Hann er búinn að taka á 3-4 árum mjög flott skref. Ég held það sé líka þjálfarinn hjá Lyngby sem hafi eitthvað með það að gera hversu flott skref Sævar er búinn að taka."

Í kjölfarið var rætt um janúarverkefnið þar sem Sævar Atli Magnússon kom öflugur inn og Dagur Dan Þórhallsson stóð sig vel.

Sjá einnig:
Erfiðasti hópur sem Arnar hefur valið - Dagur olli stórum hausverk

„Ég held að þetta séu tvö mjög góð dæmi um að þetta janúarverkefni sé mjög mikilvægt fyrir okkur, það hefur oft sýnt sig og sannað. Það er ekki bara fyrir mig og Jóa þegar við erum að velja hópa, þetta er líka fyrir leikmennina sjálfa, því ég er nokkuð pottþéttur á því að Orlando hafi keypt Dag Dan eftir þetta verkefni," sagði Arnar.

Viðtalið við Arnar má sjá í heild sinni hér að neðan og einnig má nálgast þar viðtalið við Sævar Atla.
Arnar segir Albert ekki hafa viljað vera á bekknum
Fagnaði þegar hann sá 'missed call' frá Arnari
Athugasemdir
banner
banner
banner