banner
   fös 17. mars 2023 08:19
Elvar Geir Magnússon
Sjeik Jassim mun gera endurbætt tilboð í Man Utd
Fer Manchester United í hendur Katara?
Fer Manchester United í hendur Katara?
Mynd: Getty Images
Sjeik Jassim Bin Hamad Al Thani mun gera endurbætt tilboð í Manchester United í næstu viku en fulltrúar hans heimsóttu félagið í gær. Jassim er talinn líklegastur sem næsti eigandi United.

Sky Sports segir að allir sem hafi gert tilboð í United verði beðnir um að gera endurbætt tilboð á næstu tíu dögum.

Sendifulltrúar frá Katar ferðuðust með lest frá London til Manchester og fengu góðar móttökur. Sagt er að viðræður hafi verið mjög jákvæðar og þróast vel áfram. Þær hafi staðið yfir í tíu klukkutíma, mun lengur en búist var við.

Á fundinum var meðal annars rætt um möguleika á að auka tekjur félagsins og hvað væri hægt að gera varðandi aðstöðuna, yngra starfið og kvennaliðið. Mikil þörf er á að endurnýja Old Trafford og æfingasvæðið.

Breski auðkýfingurinn Sir Jim Ratcliffe hefur einnig gert tilboð í United en hann er væntanlegur í höfuðstöðvar félagsins til fundar.
Athugasemdir
banner
banner