Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 17. apríl 2021 14:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi þúsundþjalasmiðurinn hans Carlo
Gylfi búinn að vera mjög flottur á þessu tímabili.
Gylfi búinn að vera mjög flottur á þessu tímabili.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson átti stórkostlegan leik fyrir Everton í gærkvöldi þegar Tottenham kom í heimsókn. Gylfi skoraði tvennu gegn sínum gömlu félögum í 2-2 jafntelfi.

Sjá einnig:
Gylfi fær frábæra dóma.

Gylfi er að eiga mjög gott tímabil og er búinn að skora átta mörk í öllum keppnum.

Á þessu tímabili hefur Gylfi spilað margar mismunandi stöður og hann er greinilega að spila undir stjórn knattspyrnustjóra sem treystir honum og finnst mikið til hans koma. Það er alla vega mat staðarmiðilsins Liverpool Echo.

„Bara á þessu tímabili hefur íslenski landsliðsmaðurinn spilað sem miðjumaður, sóknarmiðjumaður, sem fölsk nía og núna sem vinstri kantmaður," segir í greininni.

Gylfi spilaði í gær á vinstri kanti en hann var með frjálsa rullu.

„Hann er búinn að skora átta mörk og leggja upp níu til viðbótar Hann er enn og aftur að sanna þau miklu áhrif sem hann hefur á liðið. Það hefur ekki alltaf verið auðvelt fyrir hann í Merseyside en frammistaða eins og í gær minnir á það hversu góður hann getur verið á sýnum degi."

„Sköpunargáfan sem hann og Rodriguez búa yfir gæti reynst mikilvæg fyrir þá bláu á lokaspretti tímabilsins. Samvinna þeirra gerði Tottenham lífið leitt og þeir munu vinna meira saman á næstu vikum, án efa."

Gylfi er leikmaður sem Ancelotti, stjóri Everton, getur treyst fyrir mörgum mismunandi hlutverkum og mörgum mismunandi stöðum. „Miðjumaðurinn gæti fengið nýjan samning í sumar, og frammistaða eins og í gær minnir á það hvers vegna svo er," segir í grein Liverpool Echo.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner