Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
banner
   lau 17. apríl 2021 21:42
Victor Pálsson
Spánn: Diego hetja Oviedo
Diego Jóhannesson fékk tækifæri í byrjunarliði Real Oviedo í kvöld sem spilaði við Sporting Gijon í næst efstu deild Spánar.

Tækifærin hafa verið af skornum skammti á þessu tímabili en okkar maður reyndist mikilvægur í leik kvöldsins.

Diego byrjaði leikinn í hægri bakverði og var búinn að skora mark eftir aðeins sex mínútna leik.

Það var eina markið sem var skorað í þessari viðureign og fékk Diego í kjölfarið að spila allan leikinn.

Oviedo er líklega ekki á leið upp í efstu deild en liðið situr í 14. sæti deildarinnar, 12 stigum frá umspilssæti eftir 35 leiki.

Diego er 27 ára gamall og á að baki þrjá landsleiki fyrir Ísland.
Athugasemdir
banner
banner