Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mið 17. apríl 2024 13:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmenn kusu Amöndu í öllum flokkum
Amanda í leik með Val í gær.
Amanda í leik með Val í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik Vals og Víkings í Meistarakeppni KSÍ í gær.
Úr leik Vals og Víkings í Meistarakeppni KSÍ í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmenn í Bestu deild kvenna hafa greinilega mikla trú á Amöndu Andradóttur, leikmanni Vals, fyrir komandi keppnistímabil.

Það var haldinn kynningarfundur fyrir deildina í dag og voru þar opinberaðar niðurstöður úr leikmannakönnun sem var gerð fyrir stuttu síðan.

Þar var spurt að því hver yrði besti leikmaður deildarinnar og fékk Amanda flest atkvæði þar. Í öðru sæti í kjörinu var Katie Cousins úr Val og í þriðja sæti var Sandra María Jessen úr Þór/KA.

Amanda var líka kosin líklegust til að fara fyrst út í atvinnumennsku, hún var líka talin líklegust til að vera markahæst og var hún í efsta sæti yfir þann leikmann sem aðrir leikmenn í deildinni myndu vilja hafa í sínu liði. „Það er gott að það er búið að taka góða mynd af henni," sagði Helena Ólafsdóttir þegar hún las upp niðurstöðurnar.

Amanda er gríðarlega spennandi leikmaður sem kom af krafti inn í Bestu deildina síðasta sumar eftir að hafa leikið erlendis. Hún er hluti af íslenska landsliðinu.

FH-ingar grófastir
Aðrar niðurstöður sem má nefna voru þær að Kaplakriki og Würth völlurinn í Árbæ voru valdir skemmtilegustu vellirnir til að heimsækja og það er erfiðast að heimsækja Hlíðarenda og Kópavogsvöll.

FH-ingar voru þá valdir grófasta lið deildarinnar og Fylkisliðið var kosið það lið sem mun koma mest á óvart.

Þá voru nýju Víkingstreyjurnar valdar þær flottustu.
Athugasemdir
banner
banner
banner