Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   mán 17. maí 2021 21:40
Hafliði Breiðfjörð
Toddi: Eitthvað sem maður þarf að sætta sig við
Þorvaldur Örlygsson.
Þorvaldur Örlygsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Leikurinn var ágætur. Mér fannst bæði lið reyna og vinna í þessu," sagði Þorvaldur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar eftir markalaust jafntefli gegn ÍA á Akranesvelli í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  0 Stjarnan

„Þetta er eins og alltaf í maí, grasvellir eru kannski ekki upp á sitt besta eins og við vitum, og hafa ekki verið það síðan við byrjuðum að stunda knattspyrnu á Íslandi. Völlurinn var þokkalegur og skárri en Keflavíkurvöllurinn en þetta er eitthvað sem maður þarf að sætta sig við. Þar af leiðandi verða leikirnir öðruvísi og meira upp og niður bolti."

„Í heildina fannst mér við spila vel, fengum nógu mörg færi til að fá eitthvað út úr þessum leik og vinna hann. Mér fannst við vera sterkari aðilinn en vissulega hoppar boltinn ekki alltaf með manni og þeir fengu sín færi líka."

„Ég var mjög ánægður með mína menn, þeir lögðu sig fram, héldu sér við og komust í góðar stöður með hjartað í þetta. Það var mjög ánægjulegt."


Nánar er rætt við Todda í sjónvarpinu að ofan. Hann talar þar um gras og gervigrasvelli hér á landi, stöðuna á Ólafi Karli Finsen og erlendu leikmönnunum og næsta leik gegn Breiðabliki.
Athugasemdir
banner