Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   mán 17. maí 2021 21:40
Hafliði Breiðfjörð
Toddi: Eitthvað sem maður þarf að sætta sig við
Þorvaldur Örlygsson.
Þorvaldur Örlygsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Leikurinn var ágætur. Mér fannst bæði lið reyna og vinna í þessu," sagði Þorvaldur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar eftir markalaust jafntefli gegn ÍA á Akranesvelli í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  0 Stjarnan

„Þetta er eins og alltaf í maí, grasvellir eru kannski ekki upp á sitt besta eins og við vitum, og hafa ekki verið það síðan við byrjuðum að stunda knattspyrnu á Íslandi. Völlurinn var þokkalegur og skárri en Keflavíkurvöllurinn en þetta er eitthvað sem maður þarf að sætta sig við. Þar af leiðandi verða leikirnir öðruvísi og meira upp og niður bolti."

„Í heildina fannst mér við spila vel, fengum nógu mörg færi til að fá eitthvað út úr þessum leik og vinna hann. Mér fannst við vera sterkari aðilinn en vissulega hoppar boltinn ekki alltaf með manni og þeir fengu sín færi líka."

„Ég var mjög ánægður með mína menn, þeir lögðu sig fram, héldu sér við og komust í góðar stöður með hjartað í þetta. Það var mjög ánægjulegt."


Nánar er rætt við Todda í sjónvarpinu að ofan. Hann talar þar um gras og gervigrasvelli hér á landi, stöðuna á Ólafi Karli Finsen og erlendu leikmönnunum og næsta leik gegn Breiðabliki.
Athugasemdir
banner
banner