Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 17. ágúst 2018 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England um helgina - Stórleikur á Brúnni
Lærisveinar Maurizio Sarri mæta Arsenal.
Lærisveinar Maurizio Sarri mæta Arsenal.
Mynd: Getty Images
Liverpool fer í heimsókn til Crystal Palace.
Liverpool fer í heimsókn til Crystal Palace.
Mynd: Getty Images
Klukkan slær gleði á Englandi um helgina. Önnur umferð deildarinnar fer fram á morgun og á sunnudaginn.

Hádegisleikurinn á morgun er á milli Cardiff og Newcastle. Bæði þessi lið töpuðu í fyrstu umferðinni. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson verður ólíklega með Cardiff í leiknum vegna meiðsla. Cardiff er ekki spáð góðu gengi í vetur.

Klukkan 14:00 á morgun eru fjórir leikir á dagskrá og þar ber hæst leikur Everton og Southampton sem sýndur er í beinni. Gylfi Þór Sigurðsson var tekinn af velli snemma gegn Úlfunum í síðustu umferð, honum var fórnað eftir að Phil Jagielka fékk rautt spjald. Vonandi fær Gylfi að vera lengur inn á vellinum gegn Southampton, en hann gerði magnað mark gegn Southampton á síðasta tímabili. Ef þú manst ekki alveg eftir því smelltu hér.

Leicester fær Úlfanna í heimsókn, Tottenham mætir nýliðum Fulham á Wembley, West Ham spilar við Bournemouth áður en laugardagurinn klárast með stórleik Chelsea og Arsenal á Brúnni. Maurizio Sarri gegn Unai Emery.

Á sunnudag mæta Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley liði Watford í hádeginu, en á sama tíma spila Englandsmeistarar Manchester City við Huddersfield.

Manchester United, sem vann fyrsta leik sinn gegn Leicester, heimsækir Brighton í lokaleik sunnudagsins.

Umferðin klárast svo á mánudagskvöld þegar Liverpool fer í heimsókn til Crystal Palace.

Á morgun:
11:30 Cardiff - Newcastle (Stöð 2 Sport)
14:00 Everton - Southampton (Stöð 2 Sport)
14:00 Leicester - Wolves
14:00 Tottenham - Fulham
14:00 West Ham - Bournemouth
16:30 Chelsea - Arsenal (Stöð 2 Sport)

Á sunnudag:
12:30 Burnley - Watford
12:30 Manchester City - Huddersfield (Stöð 2 Sport)
15:00 Brighton - Manchester United (Stöð 2 Sport)

Á mánudag:
19:00 Crystal Palace - Liverpool (Stöð 2 Sport)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner