Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mið 17. ágúst 2022 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fimm sem gætu verið næstar út í atvinnumennsku
Kvenaboltinn
Úr leik Vals og Stjörnunnar á dögunum.
Úr leik Vals og Stjörnunnar á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það styttist í annan endann á Bestu deild kvenna en það eru bara fimm umferðir eftir af deildinni.

Það verður áhugavert að fylgjast með því hvaða leikmenn fara erlendis að tímabilinu loknu, hvort það verði margir leikmenn sem taki skrefið út.

Það hefur verið nokkuð mikið um það á síðustu árum að leikmenn séu að fara út og eigum við Íslendingar núna nokkra leikmenn í sterkustu deildum Evrópu.

Hvaða íslensku leikmenn eru næstar út þegar allt er tekið með inn í myndina?

Undirritaður ákvað að taka saman fimm leikmenn sem gætu skrefið út í atvinnumennsku. Næst á þessum lista var Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, en hún er að stíga upp úr meiðslum. Það er leikmaður sem á klárlega bjarta framtíð fyrir höndum en hefur lítið ná að spila í sumar.
Athugasemdir
banner