banner
   mið 17. ágúst 2022 13:00
Elvar Geir Magnússon
Ten Hag vill fá Pulisic lánaðan og Sommer í samkeppni við De Gea
Man Utd ku hafa áhuga á Pulisic.
Man Utd ku hafa áhuga á Pulisic.
Mynd: EPA
Örvænting er hjá Manchester United eftir ömurlega byrjun á tímabilinu og miðað við enska fjölmiðla er félagið að reyna við ansi marga leikmenn. Félagaskiptaglugganum verður lokað um mánaðamótin.

United vill fá bandaríska landsliðsmanninn Christian Pulisic lánaðan frá Chelsea en Athletic greinir frá þessu. Pulisic er ekki að fá eins margar mínútur og hann vill hjá Chelsea og gæti verið opinn fyrir því að fara á Old Trafford.

United hefur einnig verið orðað við annan leikmann Chelsea, Marokkómanninn Hakim Ziyech.

Miðjumennirnir Casemiro hjá Real Madrid og Moises Caicedo hjá Brighton eru einnig sagðir vera skotmörk United en í gær var greint frá því að tilraunir enska félagsins til að fá Adrien Rabiot hefðu siglt í strand.

Þá er sagt að Erik ten Hag, stjóri United, hafi áhuga á svissneska markverðinum Yann Sommer hjá Borussia Mönchengladbach en hann telur að David de Gea þurfi aukna samkeppni. De Gea gerði skelfileg mistök í tapinu gegn Brentford um síðustu helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner