
Þróttur heimsótti Njarðvíkinga í dag þegar heim umferð fór fram í Lengjudeild karla.
Þróttur R. er fyrsta liðið til þess að bera sigurorð af Njarðvíkingum í sumar.
Lestu um leikinn: Njarðvík 2 - 3 Þróttur R.
„Maður er rosalega glaður þegar maður vinnur" sagði Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttara eftir sigurinn í dag.
„Þetta var alvöru 'challenge'. Þetta er lið sem er á hörku rönni og ekki búið að tapa leik og sérstaklega sterkir hérna heima þannig bara extra sætt að ná að vinna þetta"
Venni vildi þó ekki meina að það hafi verið neitt sérstakur lykill að því að vinna Njarðvíkinga hér í dag.
„Það var enginn sérstakur. Við spilum bara okkar leik og ég var ánægður með og það var svolítið mantran fyrir leik að vera hugrakkir að spila okkar leik, leggja allt undir og sjá hvort það dugi til að vinna Njarðvík sem að virtist vera ósigrandi lið frekar en að mæta hræddir til leiks útaf stöðunni í töflunni eða hversu mikið vígi þetta er"
„Mér fannst við reyna spila okkar leik þótt við séum á grasi og þessum útivelli á móti Njarðvík"
Þegar fjórar umferðir eru eftir eru Þróttarar tveimur stigum á eftir toppsætinu.
„Ef það er innan seilingar og í augnsýn þá er bjánalegt að stefna ekki á það en svo kemur bara gamla klisjan, það verður að vinna leik til að fá þrjú stig og ef það klikkar þá missir þú af þessu"
Nánar er rætt við Sigurvin Ólafsson í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Njarðvík | 17 | 10 | 7 | 0 | 40 - 16 | +24 | 37 |
2. Þór | 18 | 11 | 3 | 4 | 42 - 25 | +17 | 36 |
3. ÍR | 18 | 9 | 6 | 3 | 31 - 19 | +12 | 33 |
4. Þróttur R. | 17 | 9 | 5 | 3 | 33 - 26 | +7 | 32 |
5. HK | 18 | 9 | 4 | 5 | 32 - 24 | +8 | 31 |
6. Keflavík | 18 | 8 | 4 | 6 | 38 - 31 | +7 | 28 |
7. Völsungur | 18 | 5 | 4 | 9 | 30 - 40 | -10 | 19 |
8. Grindavík | 18 | 5 | 3 | 10 | 35 - 51 | -16 | 18 |
9. Selfoss | 18 | 5 | 1 | 12 | 20 - 34 | -14 | 16 |
10. Leiknir R. | 18 | 4 | 4 | 10 | 18 - 35 | -17 | 16 |
11. Fjölnir | 18 | 3 | 6 | 9 | 28 - 42 | -14 | 15 |
12. Fylkir | 18 | 3 | 5 | 10 | 25 - 29 | -4 | 14 |