Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 17. september 2019 11:57
Magnús Már Einarsson
KSÍ styrkir Breiðablik um 1,5 milljónir
Breiðablik fagnar marki gegn Sparta Prag.
Breiðablik fagnar marki gegn Sparta Prag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ hefur samþykkt að styrkja Breiðablik um 1,5 milljón króna vegna þátttöku kvennaliðs félagsins í Meistaradeild kvenna.

Í meistaraflokki karla fá íslensk félög tugi milljóna fyrir þátttöku í Evrópukeppnum en það er ekki eins í meistaraflokki kvenna.

„Stjórn hefur móttekið erindi frá knattspyrnudeild Breiðabliks þar sem óskað er eftir fjárhagslegum stuðningi vegna þátttöku félagsins í Meistaradeild UEFA. Stjórn samþykkti að styrkja Breiðablik um 1.500.000.- vegna þátttöku félagsins í keppninni. Stjórn samþykkti ennfremur að beina þeirra áskorun til UEFA að styðja betur við Meistaradeild kvenna," segir í skýrslu frá stjórn KSÍ.

Breiðablik lagði Sparta Prag 3-2 í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í síðustu viku en síðari leikurinn er í Tékklandi í næstu viku.

Í ágúst fór Breiðablik til Bosníu og Hersegóvínu þar sem liðið vann undanriðil til að komast áfram í 32-liða úrslitin.
Athugasemdir
banner
banner