Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 17. september 2019 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Neymar sé ekki lengur á meðal þriggja bestu
Mynd: Getty Images
„Þegar hann kom til Paris Saint-Germain þá var Neymar á meðal þriggja bestu leikmanna í heimi. Hann hefur ekki verið í þeim sérflokki síðastliðin tvö ár."

Þetta segir Paulo Cesar, landi Neymar og fyrrum leikmaður Paris Saint-Germain.

Brasilíska stórstjarnan Neymar hefur verið mikið á milli tannanna á fólki í sumar. Hann vildi fara aftur til Barcelona en samningar náðust ekki tímanlega og því er hann áfram leikmaður PSG.

Hann lék sinn fyrsta leik á tímabilinu með PSG um liðna helgi og skoraði hann sigurmarkið gegn Strasbourg í uppbótartíma. Hann fékk ömurlegar móttökur frá stuðningsmönnum Parísarliðsins, sem eru ósáttir með hegðun Neymar í sumar.

Neymar var fyrir tveimur árum keyptur til PSG frá Barcelona fyrir heimsmetsfé. Hann ætlaði sér að koma sér úr skugganum á Lionel Messi, en það hefur honum ekki tekist að gera.

„Ég vona að Neymar svari á vellinum. Hann verður að sanna það að hann er orðinn sterkur aftur," sagði Cesar við Le Parisien.

„Það er vitað hversu góður hann er og því er eðlilegt að gera miklar kröfur á hann."

„Ég trúi því að Neymar geti aftur komist á þann stall sem hann var einu sinni á," segir Cesar.

Neymar og hans liðsfélagar í PSG mæta til leiks í Meistaradeildinni á morgun og spila þá gegn Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner