Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 17. september 2021 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rosalegt afrek - „Segi í gríni að ég hafi unnið gullmedalíu"
Gunnhildur fagnar marki í júní.
Gunnhildur fagnar marki í júní.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erin með gullmedalíuna.
Erin með gullmedalíuna.
Mynd: Getty Images
Landsliðsfyrirliðinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir sat fyrir svörum á Teams-fréttamannafundi í gær.

Hún var spurð út í félagslið sitt Orlando Pride í Bandaríkjunum.

Hvernig gengur hjá félagsliði þínu? Hvert er markmið liðsins?

„Það er úrslitakeppnisfyrirkomulag í Bandaríkjunum og stefnan er að komast í úrslitakeppnina og ná svo sem lengst þar. Við vorum að fá nýjan þjálfara í sumar og við erum að byrja frá grunni eiginlega. Við erum búnar að standa okkur ágætlega, bara búnar að tapa einum leik síðan hún [Becky Burleigh] tók við. Þetta er gaman, ég nýt þess að spila, fæ að spila alla leiki og finnst ég ennþá vera að bæta mig. Mér finnst ég vera í geggjuðu umhverfi með geggjuðum leikmönnum."

„Við erum í fjórða sæti eins og er, það eru 5-6 leikir eftir þannig það getur allt gerst,"
sagði Gunnhildur.

Erin McLeod, kærasta Gunnhildar og samherji hennar hjá Orlando, vann Ólympíugull með kanadíska landsliðinu í sumar.

Segðu mér aðeins frá þessu afreki.

„Þetta er rosalegt afrek og ég verð að segja að medalían er rosalega þung, bjóst ekki við því. Ég ætla nýta mér að það er komin gullmedalía í fjölskylduna, ég segi í gríni að ég hafi unnið gullmedalíu."

„Þetta er frábær árangur og ég held það sé gott fyrir kvennaknattspyrnu að það séu aðrar þjóðir að koma inn í þetta, vinna þessi gull. Ekki bara þessar tvær þjóðir (Bandaríkin og Þýskaland) , mér finnst gaman að það er verið að byggja upp kvennafótboltann út um allt."


Sjá einnig:
Sjáðu þegar Gunnhildur fagnaði Ólympíugullinu á æfingu
Athugasemdir
banner
banner
banner