Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   sun 17. september 2023 22:19
Kári Snorrason
Björn Daníel: Við ætlum að tileinka Kjartani þennan sigur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH mætti í heimsókn á Kópavogsvöll fyrr í kvöld og mættu Breiðablik í hörkuleik. Leikar enduðu 2-0 fyrir FH-ingum en mörk leiksins skoruðu þeir Davíð Snær Jóhannsson og Vuk Oskar Dimitrijevic, Björn Daníel Sverrisson fyrirliði FH mætti hress í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 FH

„Við komum hérna fyrir tveimur vikum og gerðum tvö mörk í þeim leik og komum svo aftur í dag og gerðum mjög vel aftur.
Frábær liðsframmistaða, frábært að geta komið hingað tvisvar í sumar og vinna tvo leiki."


Óhugnanlegt atvik átti sér stað í leiknum þegar Kjartan Kári Halldórsson og Anton Ari Einarsson lentu í hörðu samstuði snemma leiks.

Lestu nánar um atvikið

„Ég var búinn að heyra eitthvað að það væri í lagi með hann. Vonandi mætir hann á æfingu og heilsar upp á okkur og er bara í góðu skapi. Við ætlum að tileinka honum þennan sigur."


„Það verður oft hiti í þessum leikjum gegn Breiðablik. Menn eru að láta hvorn annan heyra það og sparka í hvorn annan, það er bara gaman.
Líka bara gott veður og gaman að spila núna frekar en í gær þegar það var kolbilað veður. Geggjað í fótbolta þegar maður vinnur og sérstaklega þegar þeir rífa kjaft allan leikinn."



Athugasemdir
banner