Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 17. september 2023 22:19
Kári Snorrason
Björn Daníel: Við ætlum að tileinka Kjartani þennan sigur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH mætti í heimsókn á Kópavogsvöll fyrr í kvöld og mættu Breiðablik í hörkuleik. Leikar enduðu 2-0 fyrir FH-ingum en mörk leiksins skoruðu þeir Davíð Snær Jóhannsson og Vuk Oskar Dimitrijevic, Björn Daníel Sverrisson fyrirliði FH mætti hress í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 FH

„Við komum hérna fyrir tveimur vikum og gerðum tvö mörk í þeim leik og komum svo aftur í dag og gerðum mjög vel aftur.
Frábær liðsframmistaða, frábært að geta komið hingað tvisvar í sumar og vinna tvo leiki."


Óhugnanlegt atvik átti sér stað í leiknum þegar Kjartan Kári Halldórsson og Anton Ari Einarsson lentu í hörðu samstuði snemma leiks.

Lestu nánar um atvikið

„Ég var búinn að heyra eitthvað að það væri í lagi með hann. Vonandi mætir hann á æfingu og heilsar upp á okkur og er bara í góðu skapi. Við ætlum að tileinka honum þennan sigur."


„Það verður oft hiti í þessum leikjum gegn Breiðablik. Menn eru að láta hvorn annan heyra það og sparka í hvorn annan, það er bara gaman.
Líka bara gott veður og gaman að spila núna frekar en í gær þegar það var kolbilað veður. Geggjað í fótbolta þegar maður vinnur og sérstaklega þegar þeir rífa kjaft allan leikinn."



Athugasemdir
banner