Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
banner
   þri 17. september 2024 11:30
Brynjar Ingi Erluson
Þriðji leikmaðurinn sem slítur krossband á árinu
Mynd: Getty Images
Sophie Ingle, leikmaður Chelsea og velska landsliðsins, verður ekki meira með á þessu tímabili eftir að hafa slitið krossband.

Ingle er 33 ára gömul og spilar á miðjunni en hún hefur gegnt mikilvægu hlutverki í liði Chelsea síðan hún kom frá Liverpool fyrir sex árum.

Á dögunum spilaði Chelsea vináttuleik við Feyenoord og kom Ingle inn á í hálfleik, en sleit krossband þegar um það bil fimmtán mínútur voru til leiksloka.

Hún verður því ekki meira með á þessu tímabili, en þetta er þriðji leikmaðurinn sem slítur krossband á þessu ári.

Samantha Kerr sleit krossband í janúar og sama kom fyrir bandarísku landsliðskonuna Miu Fashel, en hún meiddist á æfingu í febrúar síðastliðnum.

Chelsea, sem varð Englandsmeistari í maí, spilar sinn fyrsta deildarleik á tímabilinu gegn Aston Villa eftir fjóra daga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner