Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
   þri 17. september 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verið að ganga frá því að Ronaldo fái nýjan þjálfara
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Portúgalska ofurstjarnan Cristiano Ronaldo er að fá nýjan þjálfara hjá félagsliði sínu, Al-Nassr í Sádi-Arabíu.

Al-Nassr hefur tekið ákvörðun um að reka Luis Castro úr starfi. Castro er landi Ronaldo - báðir frá Portúgal - en hann hefur stýrt liðinu frá því í júlí á síðasta ári.

Fabrizio Romano segir frá því að félagið sé við það að ráða Ítalann Stefano Pioli sem eftirmann Castro.

Pioli stýrði AC Milan til Ítalíumeistaratitils 2022. Hann er enn að fá greitt frá ítalska félaginu þar sem ekki náðist samkomulag um starfslokagreiðslur.

Sadio Mane, Aymeric Laporte og Marcelo Brozovic eru einnig meðal leikmanna liðsins.
Athugasemdir
banner
banner