Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 17. október 2019 15:00
Magnús Már Einarsson
David James: Romero jafn góður og Ederson og Alisson í fótunum
Sergio Romero.
Sergio Romero.
Mynd: Getty Images
David James, fyrrum markvörður enska landsliðsins, hefur hrósað argentínska markverðinum Sergio Romero fyrir leik Manchester United og Liverpool um helgina.

Romero verður í marki Manchester United í leiknum vegna meiðsla David De Gea.

James hefur hrifist af því hversu góður Romero er að koma boltanum í leik og hversu öruggur hann er með boltann á fótunum.

„Hann er jafn góður og Ederson og Alisson í að nota vinstri og hægri fótinn," sagði James.

„David De Gea er auðvitað númer eitt en ég horfði á Romero þegar Manchester United keypti hann og ég var hissa á því hversu góður hann er með fótunum. Síðan þá hef ég séð bætingar hjá De Gea á því sviði."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner