Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 17. október 2019 19:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neita því að Ashley hafi rætt við Woodward
Ed Woodward, framkvæmdastjóri Manchester United.
Ed Woodward, framkvæmdastjóri Manchester United.
Mynd: Getty Images
Newcastle neitar því að Mike Ashley, eigandi félagsins, hafi talað við Ed Woodward, framkvæmdastjóra Manchester United.

Í grein frá The Athletic sagði að Ashley hefði hitt Woodward á St. James' Park, heimavelli Newcastle. Þá hafi hann sagt: „Óvinsælasti maðurinn í fótboltanum hittir þann næst óvinsælasta."

Ashley er hataður af stuðningsmönnum Newcastle og Woodward er ekki vinsæll hjá stuðningsmönnum Man Utd. Báðir eru þeir óvinsælir fyrir það hvernig þeir stýra félögum sínum.

The Chronicle hefur hins vegar eftir Newcastle að þarna sé rangt farið með mál, Woodward og Ashley hafi ekki rætt saman.

Man Utd og Newcastle áttust við fyrir landsleikjahlé. Newcastle vann leikinn 1-0 með sigurmarki frá Matty Longstaff.

Man Utd hefur farið illa af stað í ensku úrvalsdeildinni og er aðeins tveimur stigum frá fallsæti. United mætir toppliði Liverpool á sunnudaginn.

Newcastle er með einu stigi minna en United, eða átta stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner