Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 17. október 2019 10:00
Magnús Már Einarsson
Solskjær ekki smeykur um að missa starfið
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segist ekki þurfa neina tryggingu um starfsöryggi sitt en hann segist stefna á að vera hjá félaginu til lengri tíma.

Solskjær hefur verið undir pressu undanfarnar vikur en Manchester United er í 12. sæti í ensku úrvalsdeildinni fyrir leikinn gegn Liverpool um helgina.

„Allar viðræður sem ég hef átt við eigendurnar, Ed Woodward og félagið hafa snúist um að ég er með þriggja ára samning," sagði Solskjær.

„Við erum að plana til lengri tíma. Ég fékk starfið og þó að þú tapir einum eða tveimur leikjum þá ertu ekki að bíða eftir símtali til að fá tryggingu um starfið."

„Við höfum byrjað að gera áætlanir og það er áætlun hjá okkur varðandi leikmannakaup. Ég er 100% viss um það eftir tíma minn hér að skipulagið er rétt því að það er alltaf stjórinn sem á lokaorðið."

Athugasemdir
banner
banner