Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 17. október 2020 18:47
Victor Pálsson
Myndband: Átti Aguero að fá rautt gegn Arsenal? - Snerti aðstoðardómarann
Mynd: Getty Images
Knattspyrnuaðdáendur ræða það nú á samskiptamiðlum af hverju framherjanum Sergio Aguero var ekki refsað í leik gegn Arsenal í dag.

Aguero spilaði með City í 1-0 sigri á Arsenal þar sem Raheem Sterling reyndist hetjan og gerði eina markið.

Undir lok fyrri hálfleiks þá var Aguero eitthvað ósáttur og ræddi við aðstoðardómarann Sian Massey-Ellis.

Massey-Ellis hefur lengi séð um að dæma á línunni í efstu deild og þykir ein sú besta í þeim flokki.

Aguero lét það ekki nægja að ræða við Massey-Ellis heldur setti hendina aftan á öxl hennar og kipptist hún aðeins til í kjölfarið.

Það er stranglega bannað fyrir leikmenn að leggja hendur á dómara og hafa menn séð rautt fyrir slík atvik í sögunni.

Þetta má sjá hér.



Athugasemdir
banner
banner
banner