Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 17. október 2021 23:30
Victor Pálsson
Bartomeu: Mistök að leyfa Messi að fara
Mynd: EPA
Josep Maria Bartomeu, fyrrum forseti Barcelona, segir að það hafi verið mistök hjá félaginu að hleypa Lionel Messi burt í sumar.

Það var í raun ekki annað í boði fyrir spænska stórliðið sem er í miklum fjárhagsvandræðum og fór Messi frítt til Paris Saint-Germain í Frakklandi.

Bartomeu er sá maður sem flestir kenna um slæman fjárhag félagsins en hann var leystur af hólmi fyrr á þessu ári.

Þrátt fyrir það þá vill Bartomeu meina að mistökin hafi verið félagsins og talar á sama tíma mjög vel um Argentínumanninn sem hafði leikið allan sinn atvinnumannaferil á Spáni.

„Ég hef alltaf talið það mikilvægt að hafa Messi með okkur, ekki bara vegna þess að hann er sá besti í heiminum heldur líka hvað hann gerir fyrir fjárhag félagsins og kjarnann,“ sagði Bartomeu.

„Það voru mistök að leyfa Messi að fara. Hann stendur fyrir miklu meira en bara fótboltamann.“
Athugasemdir
banner
banner