Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 17. október 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bayern fundaði með umboðsmanni og föður Adeyemi
Karim Adeyemi.
Karim Adeyemi.
Mynd: Getty Images
Þýska stórveldið Bayern München er að vinna í því að kaupa sóknarmanninn Karim Adeyemi frá Salzburg í Austurríki.

Sky í Þýskalandi fjallar um það að háttsettir aðilar hjá Bayern hafi fundað með umboðsmanninum leikmannsins, Thomas Solomon, og föður hans, Abbey Adeyemi, í München í gær, laugardag.

Bayern hefur mikinn áhuga á leikmanninum og er að vinna í því að sannfæra hann.

Þýska stórveldið er þó ekki eina félagið sem hefur sýnt hinum 19 ára Adeyemi áhuga. Leipzig, Borussia Dortmund og enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool eru einnig áhugasöm.

Það hefur engin ákvörðun verið tekin með framhaldið en samkvæmt heimildum Sky þá hefur leikmaðurinn mestan áhuga á því að fara í þýska boltann. Hann er búinn að skora 11 mörk í 15 leikjum á þessu tímabili og mun kosta á bilinu 30-40 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner
banner