Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 17. október 2021 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dvöl Ramos hjá PSG enginn draumur til þessa
Sergio Ramos með treyju PSG.
Sergio Ramos með treyju PSG.
Mynd: Getty Images
Spænski varnarmaðurinn Sergio Ramos gekk í raðir Paris Saint-Germain í Frakklandi síðasta sumar eftir að hann yfirgaf herbúðir spænska stórveldisins Real Madrid.

Það var búist við miklu af þessum sigurvegara í París en hann hefur hingað til ekki náð að sýna neitt.

Þremur mánuðum eftir að hann samdi við PSG, hefur hann ekki enn náð að sparka í bolta fyrir sitt nýja félag. Meiðsli hafa leikið hann grátt.

Það var talið líklegt að hann myndi spila gegn Angers í leik sem fram fór á föstudag, en svo í síðustu kom bakslag í meiðslin.

Hann mun jafnframt missa af leik gegn Marseille um næstu helgi, sem er stór leikur fyrir PSG í frönsku úrvalsdeildinni.

„Hann er með stuðning frá öllum innan félagsins. Við vonumst til að sjá hann fljótlega," sagði Mauricio Pochettino, stjóri PSG, við fréttamenn í síðustu viku.

Ramos missti af 30 leikjum í heildina hjá Real Madrid á síðasta tímabili vegna meiðsla. Það eru efasemdarraddir um það hvort þessi 35 ára gamli varnarmaður muni ná sér á strik þegar hann kemur til baka í ljósi þess hve mikið hann hefur verið meiddur.

Dvöl hans hjá PSG hefur alla vega ekki verið neinn draumur til þessa.
Athugasemdir
banner
banner
banner