Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   sun 17. október 2021 11:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Er búinn að bæta sig helling sem leikmaður - „Takk Kári og Sölvi"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Barkarson gekk til liðs við Víking frá Fredrikstad fyrir síðasta tímabil. Hann lék 14 leiki í fyrra en tók yfir vinstri bakvarðarstöðuna í ár og lék alla leikina.

Hann segist opinn fyrir því að fara í atvinnumennskuna á næsta tímabili.

„Ég væri alveg til í að vera leikmaður Víkings og ég væri líka til í að fara út, það er bara spurning hvað kemur upp. Víkingur er hrikalega spennandi og allt verkefnið er geggjað," sagði Atli.

Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen eru að leggja skóna á hilluna. Atli þakkaði þeim fyrir allt sem þeir gerðu fyrir sig persónulega.

„Það er frábært að taka þátt í kveðjutímabilinu þeirra. Þeir eru búnir að vera geggjaðir síðan ég kom, búnir að hjálpa mér mikið, búnir að kenna mér helling, ég er búinn að bæta mig helling sem leikmaður og það er mjög mikið þeim að þakka, bara takk Kári og Sölvi," sagði Atli.
Atli Barkar: Eitthvað sem alla dreymir um
Athugasemdir
banner
banner