Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 17. október 2021 14:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guðrún sænskur meistari með Rosengard
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún Arnardóttir varð í dag sænskur meistari með Rosengard eftir sigur í Íslendingaslag.

Rosengard mætti Pitea en leikurinn endaði 3-2. Guðrún lék allan leikinn. Hlín Eiríksdóttir var í byrjunarliði Pitea.

Guðrún gekk til liðs við Rosengard frá Djurgarden í júlí en hún var fengin til að fylla skarð Glódísar Perlu Viggósdóttur sem gekk til liðs við Bayern Munchen. Þær eiga því báðar sinn þátt í þessum titli.

Rosengard er á toppi deildarinnar sjö stigum á undan Diljá Ýr Zomers og stöllum í Hacken þegar tvær umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner