Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
   sun 17. nóvember 2019 22:58
Elvar Geir Magnússon
Freysi: Mér fannst vítið ekki lélegt
Icelandair
Íslenska liðið fagnar marki í kvöld.
Íslenska liðið fagnar marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var góður sigur en ekki leikur eins og þjálfararnir vildu. Hann var mjög opinn, mikið um tæklingar, spjöld og árekstra sem enginn vildi lenda í," sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari eftir 2-1 sigurinn á Moldóvum í kvöld.

Ísland endaði í 3. sæti í undankeppni EM og fer því í umspil í mars næstkomandi.

„Auðvitað eru kaflar hér og þar sem við hefðum viljað gera betur og þannig hefur það verið í gegnum hverja einustu undankeppni hjá okkur. Við erum búnir að ganga í gegnum helvíti sterkan mótvind. Það hafa verið mikið af meiðslum en það fylgja því líka ákveðnir kostir. Það hafa leikmenn fengið risastór tækifæri og tekið þau vel og þroskast betur. Þeir eru betur tilbúnir fyrir okkur. Í umsplinu og á EM 2020 verðum við mögulega með meiri breidd en nokkru sinni áður,"

Mikael Neville Anderson fékk tækifæri á vinstri kantinum í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í mótsleik. Hann átti góðan dag.

„Mjög vel. Hann kom með það sem við báðum hann um að gera. Hann er áræðinn, ákveðinn og með gott knattrak. Hann sækir stöðuna maður á móti mann vel. Heilt yfir erum við ánægðir með hann þó að hann geti bætt margt. Þetta var frábær tímasetning til að láta hann synda í lauginni og hann gerir það vel."

Gylfi Þór Sigurðsson klikkaði á vítapunktinum í kvöld en hann hefur klikkað í fjórum af síðustu sex vítaspyrnum sínum með lansdliðinu. „Hann á eftir að hitna aftur. Mér fannst vítið ekki lélegt. Það var vel varið og hann er góður í markinu. Við þekkjum Gylfa og hann vildi pottþétt setja boltann ofar og i samskeytin. Stundum gera markverðirnir vel og hann fær hrós fyrir þetta," sagði Freyr.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner