Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 18. janúar 2021 14:00
Elvar Geir Magnússon
Koeman segist skilja pirring Messi
„Ég get skilið af hverju Messi gerði þetta," sagði Ronald Koeman, stjóri Barcelona, um rauða spjaldið sem Lionel Messi fékk gegn Athletic Bilbao í gær.

„Ég er ekki með tölu á því hversu oft það var brotið á honum. Það var alltaf verið að brjóta á honum og ég get skilið það að hann hafi misst stjórn á skapi sínu. Ég þarf samt að skoða þetta atvik aftur."

Barcelona tapaði fyrir Athletic Bilbao í úrslitaleik spænska Ofurbikarsins og Messi fékk brottvísun fyrir að slá til andstæðings í lokin.

Þetta var fyrsta rauða spjaldið sem Messi fær á ferli sínum hjá Barcelona en ýmsir íþróttafréttamenn telja að þessi viðbrögð hans í leiknum endurspegli að hann sé ekki með hugann algjörlega á Barcelona.

Fyrir tímabilið lýsti Messi því yfir að hann vildi yfirgefa félagið. Vangaveltur um framtíð hans hafa verið áberandi í fjölmiðlum.

Sjá einnig:
Messi gæti fengið fjögurra leikja bann fyrir fyrsta rauða spjaldið


Athugasemdir
banner
banner