mán 18. janúar 2021 14:00
Elvar Geir Magnússon
Koeman segist skilja pirring Messi
Messi og Koeman eftir að rauða spjaldið fór á loft.
Messi og Koeman eftir að rauða spjaldið fór á loft.
Mynd: Getty Images
„Ég get skilið af hverju Messi gerði þetta," sagði Ronald Koeman, stjóri Barcelona, um rauða spjaldið sem Lionel Messi fékk gegn Athletic Bilbao í gær.

„Ég er ekki með tölu á því hversu oft það var brotið á honum. Það var alltaf verið að brjóta á honum og ég get skilið það að hann hafi misst stjórn á skapi sínu. Ég þarf samt að skoða þetta atvik aftur."

Barcelona tapaði fyrir Athletic Bilbao í úrslitaleik spænska Ofurbikarsins og Messi fékk brottvísun fyrir að slá til andstæðings í lokin.

Þetta var fyrsta rauða spjaldið sem Messi fær á ferli sínum hjá Barcelona en ýmsir íþróttafréttamenn telja að þessi viðbrögð hans í leiknum endurspegli að hann sé ekki með hugann algjörlega á Barcelona.

Fyrir tímabilið lýsti Messi því yfir að hann vildi yfirgefa félagið. Vangaveltur um framtíð hans hafa verið áberandi í fjölmiðlum.

Sjá einnig:
Messi gæti fengið fjögurra leikja bann fyrir fyrsta rauða spjaldið


Athugasemdir
banner
banner