Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mán 18. janúar 2021 12:30
Magnús Már Einarsson
Neville: Titilvonir Man Utd velta á Pogba
Gary Neville segir að titilvonir Manchester United velti á því að Paul Pogba nái að spila frábærlega næstu mánuðina.

Þrátt fyrir að vera á toppi deildarinnar þá er Neville ekki viss um að Manchester United geti orðið meistari í fyrsta skipti síðan árið 2013.

„Ég tel líkurnar á að Manchester United vinni deildina séu litlar. Liverpool og Man City eru ennþá tvö bestu liðin í deildinni," sagði Neville.

„Þessar litlu líkur velta á að Paul Pogba nái stórkostlegum kafla í tvo eða þrjá mánuði og hann getur það. Hann er með sjálfstraust og góðan hroka því hann hefur trú á sjálfum sér."

„Hann telur að hann eigi að spila í stærstu leikjum í heimi og vinna titla og það erjákvætt þegar þú telur að þú sért bestur og eigir að vinna titla."

Athugasemdir
banner