Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   mán 18. janúar 2021 11:41
Magnús Már Einarsson
Phil Neville hættir með landsliðið - Tekur við Inter Miami
Phil Neville er hættur sem þjálfari enska kvennalandsliðsins en enska knattspyrnusambandið staðfesti þetta í dag.

Neville er að taka við Inter Miami, sem er félag í eigu David Beckham í MLS-deildinni í Bandaríkjunum.

Hinn 43 ára gamli Neville mun skrifa undir tveggja ára samning hjá Inter Miami nú í byrjun vikunnar en MLS-deildin hefst 29. febrúar.

Neville tók við enska kvennalandsliðinu í janúar 2018 en í fyrra tilkynnti hann að hann myndi láta af störfum eftir Ólympíuleikana í sumar.

Sarina Wiegman mun taka við liðinu eftir Ólympíuleikana en óvíst er hver stýrir liðinu þar.
Athugasemdir
banner