Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 18. janúar 2023 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Engin viðmið til fyrir refsingu í fordæmalausu máli á Íslandi
Sigurður Gísli Bond Snorrason.
Sigurður Gísli Bond Snorrason.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það bárust fréttir af því í gær að fótboltamaðurinn Sigurður Gísli Bond Snorrason hefði veðjað á hundruð knattspyrnuleikja hérlendis síðasta sumar, þar á meðal leiki sem hann spilaði sjálfur með Aftureldingu í Lengjudeildinni.

Heimildin fjallaði fyrst um málið sem er á borði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ.

Í reglugerð KSÍ segir skýrt að þeim sem taki þátt í leikjum á vegum sambandsins sé óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi, með beinum eða óbeinum hætti, í tengslum við eigin leiki og eigin mót.

Því til viðbótar er öllum fótboltamönnum sem samningsbundnir eru íslenskum liðum samkvæmt staðalsamningi KSÍ, eins og Sigurður Gísli var, óheimilt að veðja á leiki í íslenska boltanum.

Þetta er fordæmalaust mál á Íslandi og er ekkert mál sem hægt er að miða við hér á landi þegar kemur að refsingu; engan tímaramma er hægt að nefna þegar kemur að keppnisbanni til dæmis. Þetta segir Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ, í samtali við Fótbolta.net.

„Nei í svona tilfelli er ekkert til þess að miða við. Ekkert mál af þessum toga hefur áður ratað til aga- og úrskurðarnefndar," segir Haukur.

„Reglugerðir- og lög KSÍ hins vegar tilgreina ákveðin viðurlög við brotum á lögum- og reglugerðum KSÍ, þ.e. á þeim tilfellum sem nefndin metur svo að um brot sé að ræða."

Í lögum KSÍ segir:
40.2. Viðurlög við brotum á lögum þessum og reglugerðum KSÍ geta verið eftirfarandi gagnvart einstaklingum:

a. Áminning.
b. Brottvísun.
c. Leikbann.
d. Bann frá búningsklefum og/eða varamannabekk.
e. Bann frá leikvangi.
f. Bann frá allri þátttöku í knattspyrnu.

Svona mál hafa komið upp í enska fótboltanum og þar hafa menn fengið margra mánaða keppnisbönn, sem og sektir.
Athugasemdir
banner
banner
banner