Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 18. febrúar 2019 17:17
Elvar Geir Magnússon
HB vann æfingamót í Færeyjum
Brynjar Hlöðversson í leik gegn Skála.
Brynjar Hlöðversson í leik gegn Skála.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Hlöðversson skoraði í úrslitaleik VFF bikarsins í Færeyjum en um er að ræða æfingamót. HB vann Skála í úrslitaleik á þjóðarleikvangi Færeyja en staðan eftir venjulegan leiktíma var 2-2.

Brynjar skoraði fyrsta mark leiksins en HB tryggði sér sigurinn eftir vítaspyrnukeppni.

Tæplega þrjár vikur eru í að Betri-deildin, efsta deild Færeyja, fer af stað en þar eru allir vellir með gervigrasi og leikin þreföld umferð.

Heimir Guðjónsson er á leið inn í sitt annað tímabil sem þjálfari HB en undir hans stjórn varð liðið Færeyjameistari með yfirburðum í fyrra.

HB er á leið í æfingaferð til Tyrklands en liðið leikur við KÍ í fyrstu umferð Betri-deildarinnar þann 10. mars.

Í 2. umferð leikur liðið svo við NSÍ Runavík en Guðjón Þórðarson tók við þjálfun NSÍ í vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner