Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 18. febrúar 2021 21:45
Aksentije Milisic
Emil Berger í Leikni (Staðfest)
Mynd: Leiknir.com
Leiknir R hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi átök í Pepsi Max deild karla en miðjumaðurinn Emil Berger hefur samið við félagið.

Hinn 29 ára gamli Berger kemur frá Dalkurd en þar lék hann með liðinu í B-deildinni í Svíþjóð. Hann á yfir 25 leiki í sænsku úrvalsdeildinni á ferilskránni.

Emil hefur spilað áður á Íslandi en það gerði hann árið 2013 en þá lék hann með Fylki.

Fyrsti leikur Leiknis í Pepsi Max deildinni verður gegn Stjörnunni á útivelli þann 23. apríl.

„Emil kemur með aukna reynslu í Leiknisliðið en hann hefur áður spilað í efstu deild hér á landi, fyrir Fylki 2013 en þá kom hann á láni frá Örebro.
Það er mikið ánægjuefni að fá Emil í Breiðholtið en hann hefur lokið sóttkví og er kominn með leikheimild fyrir Lengjubikarleikinn gegn ÍBV á laugardaginn,"
segir á meðal annars í tilkynningu frá Leikni.
Athugasemdir
banner