Beto, sóknarmaður Udinese, hefur skorað átta mörk á sínu fyrsta tímabili í ítölsku A-deildinni. Líf hans er gjörbreytt frá því fyrir þremur árum þegar hann spiaði í Portúgal og vann á KFC skyndibitastað.
Þessi 24 ára leikmaður kom til Udinese frá Portimonense síðasta sumar. Hann hefur skorað tíu mörk í 27 leikjum í öllum keppnum á hans fyrsta tímabili á Ítalíu.
Fyrir nokkrum árum var hann ekki atvinnumaður að fullu í Portúgal og vann á KFC til að skapa tekjur.
„Ég æfði með Tires og vann í Portúgal. Það var þægilegt líf. Tires er ekki atvinnumannalið. Ég vann á KFC og var ánægður þar," segir Beto.
„Þegar ég fer heim þá heimsæki ég alltaf á þennan KFC stað og hitti vini mína. Ég trúði því alltaf að ég gæti orðið atvinnumaður en félagar mínir héldu flestir að það væri ómögulegt."
Athugasemdir