Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   sun 18. febrúar 2024 18:26
Ívan Guðjón Baldursson
England: Höjlund sá um Luton í fjörugri viðureign
Mynd: EPA
Luton Town 1 - 2 Man Utd
0-1 Rasmus Höjlund ('1)
0-2 Rasmus Höjlund ('7)
1-2 Carlton Morris ('14)

Luton Town og Manchester United áttust við í seinni leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og úr varð opinn leikur sem bauð upp á mikla skemmtun.

Byrjunin var rafmögnuð, þar sem Rasmus Höjlund skoraði tvennu á fyrstu sjö mínútum leiksins. Fyrra markið kom eftir slæm varnarmistök en seinna markið var afar laglegt, þar sem Daninn ungi notaði brjóstkassann til að stýra boltanum í netið.

Luton svaraði vel fyrir sig og minnkaði Carlton Morris muninn á 14. mínútu og spilaðist leikurinn endanna á milli eftir það, þar sem liðin skiptust á að sækja.

Bæði lið fengu mikið af færum en Rauðu djöflarnir voru hættulegri í sínum sóknaraðgerðum. Engum tókst þó að bæta marki við leikinn þrátt fyrir góð færi og stóð Man Utd uppi sem sigurvegari, lokatölur 1-2. Ross Barkley komst nálægt því í uppbótartímanum en skalli hans fór í slánna og yfir.

Man Utd er áfram í sjötta sæti eftir þennan sigur, en þetta er fjórði sigur liðsins í röð í deildinni. Lærisveinar Erik ten Hag eru aðeins fimm stigum á eftir Aston Villa í síðasta meistaradeildarsætinu.

Luton er áfram í fallbaráttu, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner
banner