Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 18. mars 2023 00:09
Brynjar Ingi Erluson
Howe: Þessi stig eru stór
Mynd: Getty Images
Eddie Howe, stjóri Newcastle, segir sigurinn á Nottingham Forest gríðarlega mikilvægan fyrir framhaldið.

Newcastle er nú með fimm stiga forystu á Liverpool en liðið er í 5. sæti með 47 stig og í baráttu um Meistaradeildarsæti.

Vítaspyrna Alexander Isak í uppbótartíma tryggði 2-1 sigur.

„Það var mikið að gerast í þessum leik. Mér fannst við gera nóg til að vinna en það kom vissulega kafli í fyrri hálfleik þar sem við misstum stjórnina. Fyrir utan það vorum með öll völd og áttum ekki skilið að lenda undir, en annars ánægður með sigurinn og stór þrjú stig í hús,“ sagði Howe.

Moussa Niakhate handlék boltann undir lok leiksins í teignum og vítaspyrna dæmd en Howe segir að þetta hafi verið klárt víti.

„Ég sá höndina fara upp og boltinn í hana og fyrir mér er það klárt víti.“

„Alexander Isak tók síðasta vítið sem við fengum og skoraði. Trippier er líka ótrúlega góð vítaskytta en Alex er númer eitt og gerði mjög vel.“

Hann segir að liðið hafi brugðist vel við eftir tapið fyrir Manchester United í úrslitum enska deildabikarsins.

„Þetta var mjög erfitt eftir bikarúrslitaleikinn því við vildum svo mikið vinna þann leik en leikmennirnir hafa brugðist frábærlega við eftir það,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner