Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
banner
   lau 18. mars 2023 17:54
Brynjar Ingi Erluson
Ódýrt víti á St. Mary's - „Í hvaða heimi er þetta vítaspyrna?"
Pape Mate Sarr reyndi að hreinsa en Maitland-Niles fór fram fyrir hann og náði að krækja í víti
Pape Mate Sarr reyndi að hreinsa en Maitland-Niles fór fram fyrir hann og náði að krækja í víti
Mynd: Getty Images
Stuðningsfólk Tottenham er eflaust súrt með 3-3 jafnteflið gegn botnliði Southampton í dag og flestir á því að liðið hafi verið rænt sigrinum undir lok leiksins.

Undir lok leiksins stangaði Ivan Perisic boltann út og var Pape Mate Sarr klár í að hreinsa frá.

Varamaðurinn Ainsley Maitland-Niles kom fyrir aftan hann og stökk í boltann í von um að taka á móti honum. Sarr vissi ekki af manninum og þegar hann var að hreinsa sparkaði hann í áttina að Maitland-Niles.

Eftir að hafa skoðað atvikið var ákveðið að gefa vítaspyrnu, eitthvað sem margir hafa furðað sig á. James Ward-Prowse skoraði og tryggði Southampton stig. Mikill hiti hefur verið dómgæslunni í úrvalsdeildinni í dag.

Sjáðu vítaspyrnuna


Athugasemdir
banner
banner
banner