Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   fös 18. apríl 2014 17:00
Venni Páer
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Áríðandi til Gylfa Sig
Venni Páer
Venni Páer
Mynd: Getty Images
Sæll Gylfi.

Næsti andstæðingur okkar heitir Stoke. Eins og samið var um þá hef ég náð að "safna" talsverðum upplýsingum sem ættu að nýtast okkur í leiknum. Traust stöff, allt að sjálfsögðu þráðbeint frá Mr. AEG eins og venjulega.

Stjórinn þeirra á morgun verður Mark Hughes. Verði Hughes sendur upp í stúku eins og reikna má með þá munu þeir skipta inn á hliðarlínuna aðstoðarþjálfaranum Mark Bowen. Hann er örvhentur.

Þeir munu leika í rauðum og hvítum búningum allan leikinn, nema markvörðurinn, hann var ekki búinn að ákveða sig þegar Aron heyrði í honum. Peter Crouch hefur verið að kljást við flösu seinustu daga og óvíst hvort hann verði búinn að jafna sig fyrir leikinn. Það ætti þó ekki að breyta neinu um hvort hann spili eða ekki.

Með von um að þið nýtið ykkur þetta vel.

Ps. Ekki gleyma að eyða þessu emaili þegar þú ert búinn að prenta það út.

Kveðja Venni Páer
Athugasemdir
banner
banner
banner