Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 18. apríl 2021 18:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alvaro skoraði mikilvægt sigurmark - Ari og Valdi spiluðu
Alvaro Montejo
Alvaro Montejo
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Union Adarve, liðið sem Alvaro Montejo spilar með alla jafna á veturna, er komið í bílstjórasætið í baráttu sinni um sæti í Segunda B deildinni. Liðið er í 2. sæti riðils sjö í fjórðu efstu deild á Spáni.

Liðið vann 3-2 sigur á Leganes B í dag og er nú átta stigum á undan 3. sæti riðilsins en það lið á tvo leiki til góða. Leganes er í efsta sæti, reyndar með þremur stigum minna, en reiknað er út frá meðalfjölda stiga í hverjum leik og Leganes á líka tvo leiki til góða.

Alvaro skorað þriðja mark Union Adarve í dag og tryggði sigurinn. Alvaro mun leika með Þór Akureyri í sumar og kemur til landsins í byrjun maí.

Sjá einnig:
Alvaro funheitur á Spáni - Vill fara til Íslands með Adarve í deild ofar (4. apríl)

„Við erum mjög nálægt því að fara upp," sagði Alvaro við fréttaritara í dag. Þrjár umferðir eru eftir af riðlinum.

Í Noregi mættust Strömsgodset og Lilleström í æfingaleik. Ari Leifsson var í byrjunarliði Strömsgodset og Valdimar Þór Ingimundarson lék seinni hálfleikinn þegar Lilleström hafði betur, 2-3.



Athugasemdir
banner
banner