Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 04. apríl 2021 17:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Alvaro funheitur á Spáni - Vill fara til Íslands með Adarve í deild ofar
Alvaro Montejo
Alvaro Montejo
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alvaro Montejo er leikmaður Þórs á Akureyri. Í vetur hefur hann spilað með Union Adarve á Spáni. Adarve er í fjórðu efstu deild á Spáni og á möguleika að fara í þriðju efstu deild.

Alvaro skoraði í dag (markið má sjá hér að neðan) í sigri á Alcorcon B og er Adarve þessa stundina með þremur stigum meira en Mostoles í baráttunni um annað sætið. Mostoles á þó þrjá leiki til góða.

Fréttaritari hafði samband við Alvaro í dag og spurði hann út í framhaldið.

„Ég er búinn að skora tólf mörk til þessa á tímabilinu. Það gengur mjög vel og ég vona að við förum upp í þessari fyrstu tilraun til þess. Ef það tekst þá er tímabilinu lokið 9. maí. Ef það tekst ekki í fyrstu tilraun þá verða fleiri leikir sem ég mun ekki geta tekið þátt í. Þar sem ég verð farinn til Íslands," sagði Alvaro þegar fréttaritari heyrði í honum í dag.

„Ég vonast til að fara til Íslands 7. eða 8. maí. Union Adarve er heimafélagið mitt og ég hef spilað fyrir félagið í mörg ár, elska að spila þar. Vonandi get ég farið til Íslands vitandi að liðið er komið upp," sagði Alvaro.

Hann er þrítugur sóknarmaður sem kom fyrst til Íslands árið 2014 og hefur leikið með Þór frá sumrinu 2018.

Athugasemdir
banner
banner