Riga FC er aftur komið á sigurbraut í efstu deild í Lettlandi. Axel Óskar Andrésson var aftur kominn í byrjunarliðið eftir að hafa byrjað á bekknum í síðustu umferð þegar liðið gerði jafntefli gegn Metta/LU.
Með Axel í byrjunarliðinu hefur liðið nú unnið fjóra leiki af fjórum, einungis fengið á sig eitt mark og skorað fimmtán. Axel lék fyrstu 55. mínúturnar í gær þegar Riga vann 4-0 heimasigur gegn Daugavpils.
Með Axel í byrjunarliðinu hefur liðið nú unnið fjóra leiki af fjórum, einungis fengið á sig eitt mark og skorað fimmtán. Axel lék fyrstu 55. mínúturnar í gær þegar Riga vann 4-0 heimasigur gegn Daugavpils.
Hann fékk að líta gula spjaldið á 23. mínútu og fór af velli í stöðunni 3-0. Riga er í toppsæti deildarinnar með þrettán stig eftir fimm umferðir en Valmiera getur jafnað við toppliðið með sigri í 5. leik sínum.
Í Póllandi sneri Aron Jóhannsson aftur á völlinn í lið Lech Poznan. Aron lék tæplega korter gegn Jagiellonia þann 20. mars en var svo ekki í hóp í leiknum gegn Cracovia í byrjun apríl. Hann var þá ónotaður varamaður gegn Legia í síðustu umferð.
Aron kom inn á í hálfleik í gær og lék allan seinni hálfleikinn í 3-1 tapi á útivelli gegn Rakow. Lech Poznan er í 11. sæti pólsku deildarinnar sem er óviðunandi árangur.
Kolbeinn Þórðarson var frá vegna meiðsla þegar Lommel vann 2-5 útisigur gegn RWDM í belgísku B-deildinni. Lommel er í þriðja sæti deildarinnar, sex stigum frá 2. sætinu sem gefur sæti í efstu deild.
Loks mættust þeir Mikael Egill Ellertsson og Ari Sigurpálsson í ítölsku Primavera deildinni. Mikael Egill byrjaði og lék allan leikinn með liði Spal í 2-2 jafntefli gegn Bologna. Ari kom inn á sem varamaður á 79. mínútu.
Spal er sem stendur í síðasta sætinu, því sjötta, sem veitir keppnisrétt í úrslitakeppni í lok móts. Bologna er í 13. sæti og gæti fallið úr efstu deild Primavera deildarkerfisins. Primavera er eins konar samblanda af U19 liði og varaliði.

Kolbeinn Þórðarson

Mikael Egill Ellertsson
Athugasemdir