Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   sun 18. apríl 2021 16:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leikmenn verði bannaðir frá EM og HM leiki þeir í Ofurdeildinni
Saga dagsins í dag er stofnun á svokallaðri evrópskri Ofurdeild. Talað er um að tólf af stærstu félögum álfunnar vilji stofna nýja Evrópukeppni sem kæmi í stað Meistardeildarinnar.

DAZN er sagt tilbúið að borga fúlgur fjár fyrir sjónvarpsréttinn á þeirri keppni.

Það er þó stór hængur á. FIFA og UEFA eru alls ekki hrifin af þessari áætlun stærstu félagana og eru áform um að setja þá leikmenn sem spila í keppninni í bann frá Evrópumótum og heimsmeistaramótum.

Það myndi útiloka langflesta af bestu leikmönnum heims.

Þá hafa sérsamböndin sett sig mjög á móti þessum áformum og hótað að banna þessum tólf félögum að taka þátt í deildarkeppninni heima fyrir.

Sjá einnig:
Yfirlýsing úrvalsdeildarinnar: Fordæmum það sem getur skaðað fótboltann
Athugasemdir
banner