Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 18. apríl 2021 18:40
Aksentije Milisic
Neville lætur allt flakka: Viðbjóðslegast að sjá Man Utd og L'pool í þessu - Dæmið þau niður
Mynd: Getty Images
Tólf af stærstu félögum Evrópu eru með það í áformum sínum að stofna nýja Ofurdeild.

Talað er um sex stærstu félög Englands, topplið Spánar og félög á Ítalíu.

Gary Neville, fyrrum leikmaður Man Utd og enska landsliðsins, er mjög á móti þessari hugmynd. Hann lét allt flakka á Sky Sports í dag eftir leik Manchester United og Burnley.

„Ég er stuðningsmaður Manchester United og mér er óglatt yfir þessu. Mér finnst viðbjóðslegast að sjá Manchester United og Liverpool í þessu, þetta er algjör svívirðing. Félög með þessa sögu, þetta er algjört djók," sagði Gary.

„Manchester United er ekki einu sinni í Meistaradeildinni, Arsenal er ekki í Meistaradeildinni. Þið sáuð Arsenal í dag, þeir eru algjörlega ömurlegir. Tottenham er ekki í Meistaradeildinni, og þau vilja vera hluti af þessari Ofurdeild? Þessi félög eru algjört grín, nóg er nóg," sagði Gary mjög reiður.

„Það á að taka öll stig af þessum liðum, setja þau neðst á tölfuna og dæma þau niður. Fulham heldur sér uppi. Það verður að taka á þessu. Þetta er glæpsamlegt athæfi!"




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner