Marseille 1 - 0 Benfica (3-2 í vítaspyrnukeppni)
1-0 Faris Moumbagna ('79 )
Marseille var undir í einvíginu eftir tap í Portúgal í síðustu viku en Faris Moumbagna tryggði franska liðinu sigur í leiknum í kvöld þegar hann skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Pierre-Emerick Aubameyang.
Boltinn fór beint á markvörð Benfica sem var ansi mikill klaufi að ná ekki aðhalda boltanum út úr markinu.
Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni þar sem Angel di Maria klikkaði á fyrsta vítinu fyrir Benfica þegar hann skaut í stöngina. Bæði lið skoruðu úr næstu spyrnum en Pau Lopez markvörður Marseille var hetja liðsins þegar hann varði spyrnu Antonio Silva.
Athugasemdir