Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
   fim 18. apríl 2024 11:00
Elvar Geir Magnússon
„Tímabil Arsenal einum leik frá hruni“
Martin Ödegaard svekktur í München.
Martin Ödegaard svekktur í München.
Mynd: EPA
„Krísa? Ekki alveg. Það verður krísa hinsvegar ef Arsenal tapar gegn Wolves á laugardag. Vika sem stuðningsmenn biðu eftir hefur orðið að engu nema sársauka. Algjörri martröð," segir Sami Mokbel fréttamaður Daily Mail.

Arsenal tapaði á heimavelli gegn Aston Villa á sunnudag og er svo fallið úr leik í Meistaradeildinni eftir tap gegn Bayern München. Tímabilið gæti hreinlega farið í vaskinn á einni viku.

„Tjónið af ósigri á Molineux gæti verið óbætanlegt. Það er ekki auðvelt að hrista af sér vonbrigði eins og áttu sér stað í München í gærkvöldi. Arsenal hefur engan tíma til að svekkja sig og verður að svara gegn Úlfunum," segir Mokbel.

„Meistaradeildin skiptir öllu máli fyrir þessa kynslóð fótboltamanna. Að sama skapi eru lágpunktarnir þungir. Það gæti tekið tíma að jafna sig en Arsenal hefur engan tíma. Líkamlega taka tveir leikir á fjórum dögum sinn toll en andlega taka þeir jafnvel enn meira."

Arsenal er tveimur stigum á eftir Manchester City sem trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og allt þarf að ganga upp hjá Arsenal á lokasprettinum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 16 11 1 4 38 16 +22 34
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
6 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
7 Sunderland 16 7 5 4 19 17 +2 26
8 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
9 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
10 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
11 Tottenham 16 6 4 6 25 21 +4 22
12 Newcastle 16 6 4 6 21 20 +1 22
13 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
14 Brentford 16 6 2 8 22 25 -3 20
15 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 16 3 4 9 19 32 -13 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner
banner