Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   fim 18. apríl 2024 20:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Veit ekki hvað dómarinn vill fá frá mér"
Mynd: Getty Images

Emiliano Martinez var hetja Aston Villa í vítaspyrnukeppni gegn Lille í kvöld þegar Aston Villa tryggði sér sæti í undanúrslitum Sambandsdeildarinnar.

Það vakti athygli að Martinez fékk tvö gul spjöld í leiknum en var ekki rekinn af velli.


„Ég er með slæmt orðspor hvað varðar tafir. Hinn markmaðurinn var að gera nákvæmlega það sama. Ég fæ spjald eftir hálftíma leik og við erum að tapa, ég veit ekki hvað dómarinn vil fá frá mér," sagði Martinez í viðtali hjá TNT Sport.

„Það var enginn bolti á vítapunktinum svo ég var að byðja um bolta og ég fæ spjald, ég skil ekki reglurnar," sagði Martinez um seinna gula spjaldið.

Martinez varði tvær vítaspyrnur.

„Ég veit að liðið þarf á mér að halda á þessum augnablikum. Við horfðum á Real Madrid gegn Man City í gær og stjórinn sagði að við gætum farið í vítaspyrnukeppni. Á þessum augnablikum hugsa ég að ég á teiginn," sagði Martinez.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner