Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
   fös 18. apríl 2025 18:39
Kári Snorrason
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Halldór Árnason er ekki bjartsýnn á að Damir snúi aftur fyrir gluggalok.
Halldór Árnason er ekki bjartsýnn á að Damir snúi aftur fyrir gluggalok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann öruggan 5-0 sigur á Fjölni í 32 liða Mjólkurbikarsins fyrr í dag. Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks mætti sáttur í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  0 Fjölnir

„Þetta var fagmannlega gert af okkar hálfu. Það tók smá stund að brjóta ísinn endanlega. Eftir að fyrsta markið kom fannst mér þetta ekki vera spurning."

Dóra fannst gaman að sjá ungu strákana stíga upp.

„Ekki spurning, þá sérstaklega Viktor Elmar sem er búinn að vera frá fótbolta í tvö ár vegna meiðsla. Þó hann sé ekki kornungur þá er hann ungur, fáranlega gaman leggja upp og skora."

Er möguleiki á að Damir Muminovic snúi til baka fyrir gluggalok?

„Hann er að spila í deildinni í Singapúr. Deildin þar klárast ekki fyrr en að glugginn lokar. Ég held að það séu engar líkur á að þeir fari að rifta við hann samningi. Þeir eru í bikarúrslitum og ennþá að spila í deildinni. Ég held að það séu innan við eitt prósent líkur á því."

Breiðablik tapaði gegn Fram í síðustu umferð, var eftir á litið fínt að fá þann skell í upphafi móts?

„Ég veit það ekki. Allar upplifanir fara í reynslubankann, ef menn geta tekið lærdóm og bætt sig í einhverju þá er það þannig. Nei nei ég er ekkert ánægður með það í dag.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner