Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
banner
   fös 18. apríl 2025 18:39
Kári Snorrason
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Halldór Árnason er ekki bjartsýnn á að Damir snúi aftur fyrir gluggalok.
Halldór Árnason er ekki bjartsýnn á að Damir snúi aftur fyrir gluggalok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann öruggan 5-0 sigur á Fjölni í 32 liða Mjólkurbikarsins fyrr í dag. Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks mætti sáttur í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  0 Fjölnir

„Þetta var fagmannlega gert af okkar hálfu. Það tók smá stund að brjóta ísinn endanlega. Eftir að fyrsta markið kom fannst mér þetta ekki vera spurning."

Dóra fannst gaman að sjá ungu strákana stíga upp.

„Ekki spurning, þá sérstaklega Viktor Elmar sem er búinn að vera frá fótbolta í tvö ár vegna meiðsla. Þó hann sé ekki kornungur þá er hann ungur, fáranlega gaman leggja upp og skora."

Er möguleiki á að Damir Muminovic snúi til baka fyrir gluggalok?

„Hann er að spila í deildinni í Singapúr. Deildin þar klárast ekki fyrr en að glugginn lokar. Ég held að það séu engar líkur á að þeir fari að rifta við hann samningi. Þeir eru í bikarúrslitum og ennþá að spila í deildinni. Ég held að það séu innan við eitt prósent líkur á því."

Breiðablik tapaði gegn Fram í síðustu umferð, var eftir á litið fínt að fá þann skell í upphafi móts?

„Ég veit það ekki. Allar upplifanir fara í reynslubankann, ef menn geta tekið lærdóm og bætt sig í einhverju þá er það þannig. Nei nei ég er ekkert ánægður með það í dag.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner