Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   fös 18. apríl 2025 18:39
Kári Snorrason
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Halldór Árnason er ekki bjartsýnn á að Damir snúi aftur fyrir gluggalok.
Halldór Árnason er ekki bjartsýnn á að Damir snúi aftur fyrir gluggalok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann öruggan 5-0 sigur á Fjölni í 32 liða Mjólkurbikarsins fyrr í dag. Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks mætti sáttur í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  0 Fjölnir

„Þetta var fagmannlega gert af okkar hálfu. Það tók smá stund að brjóta ísinn endanlega. Eftir að fyrsta markið kom fannst mér þetta ekki vera spurning."

Dóra fannst gaman að sjá ungu strákana stíga upp.

„Ekki spurning, þá sérstaklega Viktor Elmar sem er búinn að vera frá fótbolta í tvö ár vegna meiðsla. Þó hann sé ekki kornungur þá er hann ungur, fáranlega gaman leggja upp og skora."

Er möguleiki á að Damir Muminovic snúi til baka fyrir gluggalok?

„Hann er að spila í deildinni í Singapúr. Deildin þar klárast ekki fyrr en að glugginn lokar. Ég held að það séu engar líkur á að þeir fari að rifta við hann samningi. Þeir eru í bikarúrslitum og ennþá að spila í deildinni. Ég held að það séu innan við eitt prósent líkur á því."

Breiðablik tapaði gegn Fram í síðustu umferð, var eftir á litið fínt að fá þann skell í upphafi móts?

„Ég veit það ekki. Allar upplifanir fara í reynslubankann, ef menn geta tekið lærdóm og bætt sig í einhverju þá er það þannig. Nei nei ég er ekkert ánægður með það í dag.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner