Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   lau 18. maí 2019 17:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeild kvenna: Auðvelt hjá Lyon í úrslitunum
Lyon vinnur Meistaradeildina fjórða árið í röð
Geggjuð fótboltakona!
Geggjuð fótboltakona!
Mynd: Getty Images
Lyon er með besta lið Evrópu. Ekki nokkur spurning.
Lyon er með besta lið Evrópu. Ekki nokkur spurning.
Mynd: Getty Images
Úr leiknum í Búdapest.
Úr leiknum í Búdapest.
Mynd: Getty Images
Lyon 4 - 1 Barcelona
1-0 Dzsenifer Marozsan ('5)
2-0 Ada Hegerberg ('14)
3-0 Ada Hegerberg ('19)
4-0 Ada Hegerberg ('30)
4-1 Asisat Oshoala ('89)

Yfirburðirnir voru miklir þegar Lyon og Barcelona áttust við í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Búdapest.

Lyon byrjaði af miklum krafti og spilaði algjörlega frábæran fyrri hálfleik. Hin þýska Dzenifer Marozsan skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins fimm mínútur. Markið skoraði hún eftir undirbúning Shanice van de Sanden.

Van de Sanden lagði upp annað markið líka en í þetta skiptið var það fyrir hina norsku Ada Hegerberg, sem var valin besta fótboltakona í heimi á síðasta ári.

Hegerberg sýndi það hvers vegna hún var valin besta fótboltakona í heimi með frammistöðu sinni í þessum leik. Á rúmlega stundarfjórðungi gerði hún út um alla von Barcelona. Hún skoraði annað mark sitt á 19. mínútu og fullkomnaði þrennuna þegar hálftími var liðinn.


Ekki voru fleiri mörk skoruð í fyrri hálfleiknum. Frábær fyrri hálfleikur Lyon og leikurinn í rauninni búinn.

Seinni hálfleikurinn var rólegur heilt. Lyon var sátt með stöðuna. Barcelona náði í sárabótarmark undir lokin þegar Asisat Oshoala, sem hafði komið inn af bekknum, skoraði laglegt mark.

Lokatölur í þessum leik 4-1 fyrir Lyon sem vinnur Meistaradeildina fjórða árið í röð. Þetta er í sjötta sinn sem Lyon vinnur Meistaradeildina. Ekkert lið hefur unnið hana oftar.

Þetta Lyon-lið er algjörlega geggjað og má lesa nánar um það af hverju það er hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner