Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   þri 18. júní 2024 23:50
Sölvi Haraldsson
Ingvar Jóns skilur ekkert: Hugsaði aldrei að hann myndi dæma víti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Frammistaðan var fín. Ég á eftir að sjá þetta aftur en þetta var auðvitað bara frábær og skemmtilegur leikur. Svekkjandi að hafa ekki náð að klára þetta.“ sagði Ingvar Jónsson, markmaður Víkinga, eftir 2-2 jafntefli við Val í kvöld á Hlíðarenda.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 Víkingur R.

Víkingar duttu mjög aftarlega á völlinn eftir að hafa komist yfir í 2-1.

Það er eitthvað sem gerist ómeðvitað. Kannski förum við of snemma í það að reyna að hægja á leiknum og keyra tempóið niður því við hefðum alveg getað keyrt yfir þá. Þetta var vafasamir dómar. Það er ekki gaman að tala um dómgæslu en Niko Hansen átti að fá víti í fyrri hálfleik og þeir fá mjög ódýr víti. Seinna vítið er aldrei víti. Hann ætlar ekki að dæma víti eins og sést á viðbrögðunum hans. Svo láta þeir heyra í sér og þá er dæmt. Svona bara er þetta.

Ingvar sagðist vera búinn að sjá atvikin aftur en hvað hugsaði Ingvar eftir snertinguna?

Ég hugsaði bara að hann væri aldrei að fara að dæma. Ég skil ekki ennþá hvernig hann fær út að þetta sé vítaspyrna. Mér finnst það mjög skrýtið. En það eru fleiri en bara hann. Línuvörðurinn á að sjá þetta. Þetta er ekki neitt neitt. Svona er þetta. Hann dæmdi víti og Gylfi tók tvö frábær víti. Svona er þetta.

Heilt yfir var Ingvar ekki sáttur með dómgæsluna þar sem þeir tóku þrjár stórar ákvarðanir rangar samkvæmt honum.

Ég veit að þeir sé að reyna að gera sitt besta. En í svona stórleik er svakalega dýrt að vera að gera svona mistök. En svona er þetta, fyrir fram hefði ég tekið eitt stig en ekki kannski hvernig leikurinn þróaðist.“

Ingvar telur að umræðan um Víkinga og dómara gæti mögulega haft einhver áhrif á ákvarðanartöku dómarana.

Ég held að flestir sem hafa eitthvað vit á fótbolta sjá að þetta eru tvær, jafnvel þrjár með vítinu sem við áttum að fá, rangar ákvarðanir. Það er kalt á toppnum eins og Arnar hefur nefnt en þá er þetta bara stundum svona.“

Ingvar kom aftur inn í byrjunarliðið í dag eftir að hafa verið að glíma við meiðsli. Hann segir að það sé auðveldara að koma til baka inn í svona leiki.

Það var frábært að spila í dag. Það er auðveldara að koma til baka í svona leik eftir að hafa verið úti í þrjár til fjórar vikur. Ég er kominn með þrjú til fjögur hundruð leiki undir beltið og þá er þetta ekkert mál. Smá hikst í byrjun en svo bara geggjað að koma inn í svona leiki. Frábær stemning og vonandi verður þetta svona áfram.“ 

Viðtalið við Ingvar má finna í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner