Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   fim 18. júlí 2024 21:24
Kári Snorrason
Úlfur: Hann er það markagráðugur að hann er ekki að reyna fiska neitt
Lengjudeildin
Úlfur Arnar var ánægður með sigurinn
Úlfur Arnar var ánægður með sigurinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Máni markagráðugi skoraði þrennu í dag
Máni markagráðugi skoraði þrennu í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Topplið Fjölnis fékk Grindavík í heimsókn fyrr í kvöld í fjörugum leik. Leikar enduðu 5-1 fyrir Fjölni sem eru nú með sex stiga forskot á toppi deildarinnar. Úlfur Arnar þjálfari Fjölnis kom í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Fjölnir 5 -  1 Grindavík

„Góður sigur, högg að fara með 1-1 stöðu inn í hálfleikinn. Mér fannst við vera betri aðilinn. Svo fáum við mark á okkur í uppbótartíma fyrri hálfleik þar fer boltinn augljóslega í hendina á manninum áður en hann skorar."

Vendipunktur leiksins var þegar Eric Vales leikmaður Grindavíkur gerðist brotlegur í teig sínum og dæmd var vítaspyrna og rautt spjald.
Dómari leiksins Aðalbjörn Heiðar rak þó ekki Eric Vales af velli heldur Dennis Nieblas sem var ekki nálægt atvikinu.

„Ég sá hendi fara í hausinn á Mána. Því ég var að horfa á Mána því hann var að vonast til að fá boltann. Hann er það markagráðugur að hann er ekki að reyna fiska neitt. Þetta var moment of madness hjá varnarmanninum ég veit ekki hvað hann var að hugsa."

„Það sem að þetta gefur okkur er að það er recovery æfing á morgun og það verður gaman á henni. Strákarnir fá frí um helgina. Það verður hrikalega skemmtileg fríhelgi hjá okkur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner