Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   fim 18. júlí 2024 21:24
Kári Snorrason
Úlfur: Hann er það markagráðugur að hann er ekki að reyna fiska neitt
Lengjudeildin
Úlfur Arnar var ánægður með sigurinn
Úlfur Arnar var ánægður með sigurinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Máni markagráðugi skoraði þrennu í dag
Máni markagráðugi skoraði þrennu í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Topplið Fjölnis fékk Grindavík í heimsókn fyrr í kvöld í fjörugum leik. Leikar enduðu 5-1 fyrir Fjölni sem eru nú með sex stiga forskot á toppi deildarinnar. Úlfur Arnar þjálfari Fjölnis kom í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Fjölnir 5 -  1 Grindavík

„Góður sigur, högg að fara með 1-1 stöðu inn í hálfleikinn. Mér fannst við vera betri aðilinn. Svo fáum við mark á okkur í uppbótartíma fyrri hálfleik þar fer boltinn augljóslega í hendina á manninum áður en hann skorar."

Vendipunktur leiksins var þegar Eric Vales leikmaður Grindavíkur gerðist brotlegur í teig sínum og dæmd var vítaspyrna og rautt spjald.
Dómari leiksins Aðalbjörn Heiðar rak þó ekki Eric Vales af velli heldur Dennis Nieblas sem var ekki nálægt atvikinu.

„Ég sá hendi fara í hausinn á Mána. Því ég var að horfa á Mána því hann var að vonast til að fá boltann. Hann er það markagráðugur að hann er ekki að reyna fiska neitt. Þetta var moment of madness hjá varnarmanninum ég veit ekki hvað hann var að hugsa."

„Það sem að þetta gefur okkur er að það er recovery æfing á morgun og það verður gaman á henni. Strákarnir fá frí um helgina. Það verður hrikalega skemmtileg fríhelgi hjá okkur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir