Liverpool og Man Utd á eftir ungum framherja - Rodrygo vill fara frá Real Madrid - Rogers orðaður við Chelsea
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
banner
   fim 18. júlí 2024 21:24
Kári Snorrason
Úlfur: Hann er það markagráðugur að hann er ekki að reyna fiska neitt
Lengjudeildin
Úlfur Arnar var ánægður með sigurinn
Úlfur Arnar var ánægður með sigurinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Máni markagráðugi skoraði þrennu í dag
Máni markagráðugi skoraði þrennu í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Topplið Fjölnis fékk Grindavík í heimsókn fyrr í kvöld í fjörugum leik. Leikar enduðu 5-1 fyrir Fjölni sem eru nú með sex stiga forskot á toppi deildarinnar. Úlfur Arnar þjálfari Fjölnis kom í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Fjölnir 5 -  1 Grindavík

„Góður sigur, högg að fara með 1-1 stöðu inn í hálfleikinn. Mér fannst við vera betri aðilinn. Svo fáum við mark á okkur í uppbótartíma fyrri hálfleik þar fer boltinn augljóslega í hendina á manninum áður en hann skorar."

Vendipunktur leiksins var þegar Eric Vales leikmaður Grindavíkur gerðist brotlegur í teig sínum og dæmd var vítaspyrna og rautt spjald.
Dómari leiksins Aðalbjörn Heiðar rak þó ekki Eric Vales af velli heldur Dennis Nieblas sem var ekki nálægt atvikinu.

„Ég sá hendi fara í hausinn á Mána. Því ég var að horfa á Mána því hann var að vonast til að fá boltann. Hann er það markagráðugur að hann er ekki að reyna fiska neitt. Þetta var moment of madness hjá varnarmanninum ég veit ekki hvað hann var að hugsa."

„Það sem að þetta gefur okkur er að það er recovery æfing á morgun og það verður gaman á henni. Strákarnir fá frí um helgina. Það verður hrikalega skemmtileg fríhelgi hjá okkur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner