Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 18. júlí 2024 21:24
Kári Snorrason
Úlfur: Hann er það markagráðugur að hann er ekki að reyna fiska neitt
Lengjudeildin
Úlfur Arnar var ánægður með sigurinn
Úlfur Arnar var ánægður með sigurinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Máni markagráðugi skoraði þrennu í dag
Máni markagráðugi skoraði þrennu í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Topplið Fjölnis fékk Grindavík í heimsókn fyrr í kvöld í fjörugum leik. Leikar enduðu 5-1 fyrir Fjölni sem eru nú með sex stiga forskot á toppi deildarinnar. Úlfur Arnar þjálfari Fjölnis kom í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Fjölnir 5 -  1 Grindavík

„Góður sigur, högg að fara með 1-1 stöðu inn í hálfleikinn. Mér fannst við vera betri aðilinn. Svo fáum við mark á okkur í uppbótartíma fyrri hálfleik þar fer boltinn augljóslega í hendina á manninum áður en hann skorar."

Vendipunktur leiksins var þegar Eric Vales leikmaður Grindavíkur gerðist brotlegur í teig sínum og dæmd var vítaspyrna og rautt spjald.
Dómari leiksins Aðalbjörn Heiðar rak þó ekki Eric Vales af velli heldur Dennis Nieblas sem var ekki nálægt atvikinu.

„Ég sá hendi fara í hausinn á Mána. Því ég var að horfa á Mána því hann var að vonast til að fá boltann. Hann er það markagráðugur að hann er ekki að reyna fiska neitt. Þetta var moment of madness hjá varnarmanninum ég veit ekki hvað hann var að hugsa."

„Það sem að þetta gefur okkur er að það er recovery æfing á morgun og það verður gaman á henni. Strákarnir fá frí um helgina. Það verður hrikalega skemmtileg fríhelgi hjá okkur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner