Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 18. ágúst 2019 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lineker óhress með nýju regluna
Mynd: Getty Images
Gary Lineker var einn af mörgum sem kvartaði undan nýjum alþjóða knattspyrnulögum eftir 2-2 jafntefli Manchester City og Tottenham.

Gabriel Jesus virtist vera búinn að gera sigurmark Man City í uppbótartíma en markið ekki dæmt gilt eftir skoðun. Knötturinn hafði farið í hendi Aymeric Laporte í aðdragandanum og samkvæmt nýju reglugerðinni verður að flauta á svoleiðis brot skilyrðislaust leiði þau til marks.

„Þessi nýja regla verður alltaf kjánalegri og kjánalegri og VAR gerir hana ennþá kjánalegri," skrifaði Lineker á Twitter þegar markið var dæmt af. Það voru einhverjar notendur á Twitter sem héldu að Lineker væri orðinn andstæður VAR en hann útskýrði að svo er ekki.

„Ég er ekki að kenna VAR um, ég er að kenna þessari nýju reglu um. Reglan setur VAR í slæma stöðu þar sem dómarar verða að taka fáránlega ákvörðun útaf því sem stendur í reglubókinni."

Það eru skiptar skoðanir um nýju reglurnar og VAR myndbandstæknina. Jermaine Jenas, fyrrum leikmaður Tottenham, virðist styðja VAR enda hefur tæknin verið ansi hliðholl hans mönnum.

„Vá vá vá... fólk heldur áfram að segja að VAR taki tilfinningar úr leiknum... Ég fór úr því að kýla gat í sófann yfir í að renna mér á hnjánum út ganginn til að fagna. #MCITOT #VAR," skrifaði Jenas á Twitter.

Ilkay Gündogan, leikmaður Man City, tjáði sig einnig um nýju regluna á Twitter. Hann var í byrjunarliðinu gegn Tottenham í dag.

„Það var mjög erfitt að taka þessari ákvörðun. Ef einhver leikmaður sóknarliðsins snertir knöttinn með handlegg þá verður alltaf að dæma aukaspyrnu? En ef þú ert í varnarliðinu þá má boltinn fara í höndina á þér? Þetta er neikvæð þróun fyrir liðið sem sækir og að mínu mati þarf að breyta þessari reglu. #MCITOT"
Athugasemdir
banner
banner
banner